Vann keppni fyrir tölvuleik

25/8/2011

  • Tölvuleikur

Leó Ágústsson sem er nemandi á listnámsbraut vann myndbandasamkeppni fyrir tölvuleikinn Guild Wars 2. Leó bjó til myndband með aðstoð þeirra Péturs Más Péturssonar og Tómasar Þ. Guðmundssonar.

Tvö myndbönd af 500 voru valin sigurvegarar en í verðlaun var þriggja daga ferð í stúdíóið hjá ArenaNet fyrirtækinu í Seattle sem býr til leikinn.

Þátttakendur í keppninni voru beðnir um að gera myndband sem væri ein mínúta að lengd og myndi vekja áhuga fólks á leiknum. Íslenska innslagið var talið einstaklega fyndið og gott myndband sem hægt væri að sýna vinum sem ekki hafa neina þekkingu á leiknum.

Leó ÁgústssonÍ júní fór Leó til Seattle þar sem hann skoðaði stúdíóið og hitti framleiðendur leiksins. Þar var meðal annars um að ræða hönnuði, tónlistarmenn, skrifstofufólk og forritara. Hann fékk að prófa alls konar forrit og tæki og kom aftur heim til Íslands reynslunni ríkari. Að sjálfsögðu spilaði hann einnig leikinn sjálfan.

Hér er hægt að skoða myndbandið: http://www.pcgamer.com/2011/05/26/winners-of-guild-wars-2s-video-contest-revealed/


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira