Kennsla hefst

23/8/2011

  • Nýnemar haust 2011

Kennsla á haustönn 2011 hófst í dag þriðjudaginn 23. ágúst. Aðsókn að Borgarholtsskóla hefur aldrei verið meiri.

Innritaðir nemendur í dagskóla eru 1306, 133 eru í dreifnámi, 33 í síðdegisnámi og 39 í kvöldskóla. Einnig munu 19 grunnskólanemendur taka valgreinar við skólann. Alls eru þetta 1530 nemendur. Til samanburðar voru um 1430 nemendur skráðir í skólann á haustönn 2010. Nemendafjöldinn nú skýrist meðal annars af átaki stjórnvalda til að hvetja ungt fólk undir 25 ára aldri til að fara aftur í framhaldsskóla eftir námshlé.

Auk bóknámsbrauta til stúdentsprófs er hægt að velja um almenna námsbraut, bíliðngreinar, félagsliðabraut, margmiðlunarhönnun, málm- og véltæknigreinar, starfsbraut, verslunar- og skrifstofubraut eða nám fyrir stuðningsfulltrúa, skólaliða og leiðbeinendur í leikskóla.

Á myndunum eru nemendur sem eru að byrja í Borgarholtsskóla á þessari önn en nýnemar sem eru að koma úr grunnskóla fá sérstakan kynningardag áður en kennsla hefst. Nýnemar fæddir 1995 eru 223 en nýnemar á öðrum aldri eru 249.

Nýnemar 2011


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira