BHS heilsueflandi skóli
Í byrjun haustannar var gengið frá samningi við ISS á Íslandi um rekstur á mötuneyti fyrir starfsfólk og nemendur Borgarholtsskóla.
Samkvæmt samningnum sér ISS um að hafa á boðstólum fjölbreytt fæðuframboð yfir daginn, næringarríkan og hollan mat. Samningsaðilar eru sammála um að framboðið skuli taka mið af áherslum BHS sem heilsueflandi skóli.
Mynd: Bryndís Sigurjónsdóttir, skólameistari BHS, og Valdemar Valdemarsson, sviðstjóri ISS á Íslandi, handsala samninginn.