Nýr aðstoðarskólameistari

10/8/2011

  • Ingi Bogi Bogason

Ingi Bogi Bogason tók við sem aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla 1. ágúst sl. Ingi Bogi hefur fjölþætta reynslu af menntamálum sem hentar fjölbreyttum skóla sem okkar. Hann  er cand.mag í bókmenntum og  MA í mannauðsstjórnun. Hann hefur kennslureynslu bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Honum hafa verið falin margvísleg stjórnunarstörf bæði í opinbera  og einkageiranum.  Hann á að baki margra ára starf að menntamálum atvinnulífsins hjá Samtökum iðnaðarins. Þar kom Ingi Bogi meðal annars að undirbúningsvinnu varðandi starfsnámsáherslur nýju framhaldsskólalaganna. Guðmundur Guðlaugsson fráfarandi aðstoðarskólameistari er í námsleyfi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira