Ný kennslubók í félagsfræði
Út er komin kennslubókin Félagsfræðiveislan eftir Magnús Einarsson félagsfræðikennara við Borgarholtsskóla. IÐNÚ gefur bókina út. Bókin verður aðallega kennd í áfanganum FÉL 203 en einnig í efri áföngum.
Í bókinni er fjallað um helstu kenningar og sjónarhorn félagsfræðinnar. Þessum kenningum og sjónarhornum er síðan beitt til að varpa ljósi á félagsfræðileg viðfangsefni á borð við frávik og afbrot, menntun, fjölmiðla og heilsu (heilsufélagsfræði). Hver kafli í bókinni byrjar á námsmarkmiðum og endar á samantekt.