Nemendur halda til Þýskalands

18/5/2011

  • Pétur Rafn Bryde, Dóróthea B Stefánsdóttir og Daníel Ingi Sommer

Undanfarin tvö ár hafa þrír nemendur skólans farið á 3ja vikna sumarnámskeið í Þýskalandi. Þetta er hluti af PASCH samstarfsverkefninu sem skólinn tekur þátt í og er nemendum og skólanum að kostnaðarlausu. Verkefnið borgar ferðir, dvöl, námskeið og uppihald nemenda.

Þau Pétur Rafn Bryde, Dóróthea Björk Stefánsdóttir og Daníel Ingi Sommer fara í sumar til Hallenburg Schlitz, sem er 10.000 manna bær ekki langt frá Frankfurt. Þar dvelja þau í kastala frá 18. öld ásamt öðrum ungum þýskunemendum hvaðanæva að úr heiminum. Markmiðið er að læra meiri þýsku og kynnast Þýskalandi á skemmtilegan og nýjan hátt.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira