Nýsköpun í Borgarholtsskóla

17/5/2011

  • Nýsköpunarverkefni

Að frumkvæði menntamála- og iðnaðarráðuneytis hófst samstarf Borgarholtsskóla, Tækniskóla og Marel á vorönn 2011. Stofnaður var nýr áfangi NSK-2A03 Nýsköpun og atvinnulíf. Nemendur af mismunandi brautum úr skólunum unnu saman að því að breyta fjarstýrðum rafmagnsbíl. Ný yfirbygging og rafrás voru hönnuð. Bílarnir breyttu um útlit og rafrásin breytti eiginleikum bílanna.

Áfanginn var kenndur á þremur stöðum þ.e. í Borgarholtsskóla, Tækniskóla og hjá Marel. Samkvæmt nýrri námskrá eiga nemendur m.a. að vinna að skapandi verkefnum og tókst það mjög vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Er óhætt að segja að samstarf með þessum hætti styrki bæði skólana og fyrirtækið vegna þess að það er viss ögrun að takast á við skapandi verkefni bæði fyrir nemendur og kennara.

Nýsköpunarverkefni

Nemendur fengu einnig það verkefni að hanna. Margar hugmyndir urðu til. Eftir lýðræðislega kosningu var ein hugmynd valin en það er borð úr ryðfríu stáli. Starfsmenn Marel fengu það hlutverk að teikna í tölvu og smíða borðið. Nemendur luku við að sjóða borðið saman og glerblása. Á borðinu eru egg úr plasti. Þau er hægt að nota sem drykkjarílát.

NýsköpunarverkefniNýsköpunarverkefni

12 nemendur voru í áfanganum, 6 frá Borgarholtsskóla og 6 frá Tækniskólanum. Frá Borgarholtsskóla komu eftirtaldir nemendur:
Halldór Stefánsson, bifvélavirkjun     
Hugrún Ósk Guðmundsdóttir, bifvélavirkjun            
Kristján Kristjánsson, náttúrufræðibraut       
Sandra Dögg Birgisdóttir, grunndeild bíliðna
Símon Þorkell Símonarson Olsen, náttúrufræðibraut           
Styrmir Frostason, náttúrufræðibraut           

Egill Þór Magnússon kennari í málm- og véltæknigreinum hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd Borgarholtsskóla.

Hér er hægt að skoða myndband um verkefnið.

Myndin er tekin af nemendum hjá Marel en bílarnir sem þau halda á eru smíðaðir af nemendum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira