Öflugur fimleikamaður

12/5/2011

  • Sigurður Andrés Sigurðarson fimleikamaður

Fimleikamaðurinn Sigurður Andrés Sigurðarson, nemandi í bíliðnum við Borgarholtsskóla, vann í mars til þriggja gullverðlauna á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Keppnin er tvískipt; fyrri daginn er keppt í fjölþraut og seinni daginn er keppt til úrslita á einstökum áhöldum.

Sigurður sem keppir í unglingaflokki vann sigur á bogahesti og tvíslá og hann var einnig með bestu heildareinkunn í fjölþraut fyrir gólfæfingar, bogahest, hringi, stökk, tvíslá og svifrá sem gerði hann að Íslandsmeistara í unglingaflokki. Í kjölfarið keppti hann á stóru opnu móti í Þýskalandi með fínum árangri en þar hafnaði hann í 40. sæti í heildarstigakeppninni.

Sigurður hélt áfram að standa sig vel í vor og var einn tveggja íslenskra pilta sem komust í úrslit á Norðurlandamóti unglinga í fimleikum sem haldið var í Versölum. Þar endaði hann í 7. sæti á tvíslá. Þarna er á ferðinni frábær íþróttamaður sem æfir grein sína meira en 20 stundir á viku.

Hér má sjá myndbönd af Sigurði þar sem hann keppir á bogahesti og svifrá á Norðurlandamótinu.

Sigurður Andrés Sigurðarson fimleikamaður


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira