Námskynning Laugardalshöll 12. maí

9/5/2011

  • Námskynning í Laugardalshöll 12. maí 2011
Kynntu þér nýja námsmöguleika í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og fullorðinsfræðslu á fimmtudaginn frá kl. 11-16. Kynningin er öllum opin.

Ráðgjafar frá Vinnumálastofnun og skólunum aðstoða þig við að finna heppilegustu leiðirnar til að bæta menntun, auka hæfni þína og fjölga atvinnumöguleikum.


OpnIr framhaldsskólar 
Með átakinu verður mun auðveldara en áður að komast að í framhaldsskóla eftir námshlé. Haustið 2011 munu skólarnir taka inn alla umsækjendur undir 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði, ásamt eldri umsækjendum sem hafa lokið raunfærnimati vorið 2011. Þannig gefast frábær tækifæri til að ljúka námi eða bæta við kunnáttu á ýmsum sviðum sem nýtist vel á vinnumarkaðnum.

1000 ný tækifæri fyrir atvinnuleitendur
Með samstarfi skóla, stjórnvalda og atvinnulífs opnast nýir möguleikar fyrir atvinnuleitendur. Þeim sem uppfylla skilyrði gefst nú kostur á að stunda nám á haustönn án þess að greiða skólagjöld.

Markmiðið er að veita 1000 umsækjendum aðgang að framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu – með óskertum atvinnuleysisbótum í eina önn.

Námskynning í Laugardalshöll 12. maí 2011

Átakið Nám er vinnandi vegur byggir á tillögum frá samráðshópi ráðuneyta, allra þingflokka, aðila vinnumarkaðarins og hreyfinga námsmanna.

Auglýsing um námskynninguna (pdf-skjal)


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira