Efnilegt körfuknattleiksfólk
Bergþóra Holton Tómasdóttir og Ægir Þór Steinarsson voru valin bestu ungu leikmennirnir í Iceland Express-deild kvenna og karla í lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) sem fór fram um helgina.
Ægir var einnig valinn prúðasti leikmaðurinn.
Bergþóra spilar með liði Fjölnis og er nemandi á náttúrufræðibraut Borgarholtsskóla. Ægir spilar einnig með Fjölni og er nemandi í margmiðlunarhönnun. Þau eru bæði á afreksíþróttasviði skólans.