Fengu bækur í verðlaun

29/4/2011

  • Brynhildur og Grétar

Í tilefni af bókasafnsdeginum 14. apríl vorum við með verðlaunagetraun fyrir nemendur á bókasafni skólans. Í henni þurftu nemendur að svara nokkrum spurningum um safngögnin. Í gær var dregið úr réttum svörum og tveir nemendur fengu bækur í verðlaun.


BókaverðlaunBrynhildur Una Björnsdóttir fékk bókina Saga mannsins að gjöf frá bókasafni Borgarholtsskóla. Grétar Atli Davíðsson fékk bókina 501 must-visit destinations frá bókaverslun Eymundsson í Austurstræti. Við óskum þeim báðum til hamingju með verðlaunin. Svo skemmtilega vill til að Grétar er í Gettu betur spurningaliði skólans svo bókin sem hann fékk ætti að koma að góðum notum.

BókaverðlaunBókasafnsdagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land og hepnaðist mjög vel en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur dagur er haldinn. Tilgangur dagsins var að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Á bókasafni Borgarholtsskóla vöktum við einnig athygli á deginum með viðhorfskönnun meðal starfsfólks um hver er besta og skemmtilegasta bókin sem þau höfðu lesið.

BókasafnsdagurBókasafnsdagurHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira