Dimmisjón

15/4/2011

  • Dimmisjón vor 2011

Útskriftarnemar klæddir sem pandabirnir og fleiri verur mættu í skólann í morgun til að fagna væntanlegum námslokum. Hópnum var boðið í morgunmat í matsal skólans en síðan voru nemendurnir með dagskrá í löngu frímínútunum. Nemendur þökkuðu kennurum sínum fyrir leiðsögnina á undanförnum önnum með rauðri rós.

Mikil gleði ríkti í hópnum og skemmtunin mun væntanlega standa fram á nótt. Nemendur og kennarar eru komnir í páskafrí og eftir þriggja daga kennslu eftir páska hefjast prófin í maí. Útskriftarhátíð verður svo laugardaginn 21. maí.

Dimmisjón vor 2011Dimmisjón vor 2011


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira