Bókasafnsdagurinn 14. apríl
Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag fimmtudaginn 14. apríl. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið.
Á bókasafni Borgarholtsskóla vekjum við athygli á deginum með viðhorfskönnun meðal starfsfólks um hver er besta og skemmtilegasta bókin sem þau hafa lesið. Fyrir nemendur er boðið upp á getraun um safnkostinn. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir bestu svörin.
Það var fjölmennt á bókasafninu í dag eins og aðra daga.
Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tón- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleitir. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á. Bókasöfn eru heilsulind hugans.
Skemmtilegt myndband frá Amtsbókasafninu á Akureyri.
Vefsíður bókasafns Borgarholtsskóla.