Stuttmyndakeppni starfsbrauta
Stuttmyndakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna sem fram fór 14. apríl sl. hér í skólanum tókst að öllu leyti mjög vel.
Nemendur sérnámsbrautar höfðu undirbúið og skreytt anddyrið og matsalinn og nemendur af öðrum brautum skólans þjónuðu til borðs. Nemendur sérnámsbrautar afgreiddu í sjoppu sem einnig var sett upp.
15 myndir voru sýndar og eftir miklar vangaveltur dómara hreppti mynd frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1. verðlaun, mynd frá Menntaskólanum á Ísafirði fékk 2. verðlaun og mynd frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 3. verðlaun.
Eftir úrslit var dansað til miðnættis og fóru allir ánægðir heim eftir góða skemmtun.