Söngkeppni framhaldsskólanna

7/4/2011

  • Bjarnfríður Magnúsdóttir og Sigríður Rún Karlsdóttir

Söngkeppni framhaldsskólanna 2011 verður haldin í 21. skipti í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardagskvöldið 9. apríl næstkomandi. Fulltrúar Borgarholtsskóla eru Bjarnfríður Magnúsdóttir og Sigríður Rún Karlsdóttir.

Þær syngja lagið Að eilífu þú sem er betur þekkt sem Jar of Hearts með Christina Perri. Bjarnfríður er nemandi á listnámsbraut og Sigga er í bifvélavirkjun en þær eru báðar 19 ára. Hér er hægt að hlusta á lagið.

Miðasala er hafin hjá Nemendafélag Borgarholtsskóla. Aðgöngumiðinn kostar 3.300 kr. og gildir hann einnig á dansleik sem verður haldinn í Íþróttahöllinni. Söngkeppnin verður sýnd í opinni dagskrá á Stöð 2 kl. 19:35.

Við óskum Bjarnfríði og Siggu góðs gengis. Mörgum er enn í fersku minni þegar Kristmundur Axel og Júlí Heiðar unnu keppnina fyrir Borgarholtsskóla árið 2010 með laginu Komdu til baka.

Vefur Söngkeppninnar.

Söngkeppnin á Facebook.

Bjarnfríður á Facebook. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira