Fengu verðlaun á vörumessu

28/3/2011

  • Fjóla, Gunnhildur og Guðmundur í fyrirtækjasmiðju

Nemendurnir Fjóla, Gunnhildur og Guðmundur í fyrirtækjasmiðju, VIÐ153, fengu verðlaun fyrir besta sölubásinn og bestu framkomu í sölumennsku á vörumessu í Smáralind föstudag 25. og laugardag 26. mars. Þau voru með ferðahandbók fyrir krakka sem þau sömdu sjálf og létu prenta. Alls seldu þau 100 eintök og eru að fá aðra prentun í vikunni. Bókin verður til sölu hjá Hagkaupum í Spönginni og í skólanum og kostar 1500 kr. Fyrirtæki þeirra heitir Krakkaferðir.

Fleiri nemendur frá Borgarholtsskóla tóku þátt í vörumessunni. 

Sigríður, Andrés, Guðrún og Benóný hjá fyrirtækinu Piece of Cake voru með kökuform úr silíkoni sem er eins og Ísland í laginu. Í því má baka þjóðarkökuna. Hér má sjá viðtal við Siggu þar sem hún sýnir formið.

Einnig tóku þátt Kjartan Örn, Björn, Ragnar, Einar og Sveinn Aron með sölu á harðfiski undir nafninu Fiskgó. Hér er viðtal við Björn.

Í vörumessunni tóku þátt nemendur frá FÁ, FSu, Verzló, FG, TÍ, Flensborg og fleiri skólum.Það má lesa meira um félagasamtökin Ungir frumkvöðlar sem stóðu fyrir vörumessunni á vefnum http://www.ungirfrumkvodlar.is.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira