Úrslit í stærðfræðikeppni

4/4/2011

  • Stærðfræðikeppni 2011

25. mars var haldin stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti og Mosfellsbæ.

Stærðfræðikennarar við Borgarholtsskóla stóðu fyrir keppninni en tíu efstu nemendunum er boðin niðurfelling skólagjalda á fyrstu önninni ef þeir koma í Borgarholtsskóla.

Úrslit urðu eftirfarandi:

10. bekkur (34 keppendur): 

  1. Gylfi Tryggvason, Árbæjarskóla
  2. Darri Valgarðsson, Varmárskóla
  3. Magnús Óli Guðmundsson, Rimaskóla

9. bekkur (73 keppendur):

  1. Stefán Már Jónsson, Varmárskóla
  2. Aðalbjörg Egilsdóttir, Varmárskóla
  3. Ásgrímur Ari Einarsson, Húsaskóla

8. bekkur (71 keppandi):

  1. Bryndís Muller, Húsaskóla
  2. Arna Karen Jóhannsdóttir, Varmárskóla
  3. Rósborg Halldórsdóttir, Varmárskóla

Skráðir þátttakendur voru 196 (178 mættu) og á meðfylgjandi myndum má sjá einbeitingu nemenda í prófinu.

Stærðfræðikeppni 2011
Stærðfræðikeppni 2011
Stærðfræðikeppni 2011


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira