Umhverfisdagar

25/3/2011

  • Grænfáninn

Umhverfisdagar Borgarholtsskóla verða dagana 28.-30. mars. Kennarar eru sérstaklega hvattir til að fjalla um umhverfismál í kennslu sinni þessa daga.  Í tilefni þessara daga verður sett upp aðfengin sýning um sjálfbæra þróun á göngum skólans. Nemendur í ýmsum áföngum hafa einnig verið að vinna veggspjöld sem tengjast málefninu og verða þau einnig til sýnis víðast hvar í skólarýminu. Upplýsingar um umhverfismál verða sýndar á sal þessa daga (glærur og stuttmyndir) en allt það efni er unnið af nemendum. 

Hreingerningar í bóknámshúsi verða lagðar niður á meðan á umhverfisdögum stendur en síðasta daginn verður öllu rusli safnað við aðalinnganginn. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi góðrar umgengni og því hversu mikið leggst til af rusli. Loks fáum við eftirfarandi gesti:

  • Sigrún Pálsdóttir frá Landvernd verður með heimskaffi mánudaginn 28. mars klukkan 13:20.
  • Pálmi Freyr Randversson frá Reykjavíkurborg fjallar um hjólaáætlun Reykjavíkurborgar þriðjudaginn 29. mars klukkan 13:20. 

Jarðarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Í tilefni af umhverfisdögum hefur verið sett upp sýning um jarðarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi sýning var fyrst sett upp í Jóhannesarborg en síðar á umhverfisráðstefnunni í Ríó (Ríó sáttmálinn). Hún var þýdd yfir á íslensku af SGI samtökunum og opnuð í ráðhúsinu af Ólafi Ragnari Grímssyni á sínum tíma. Hún hefur ferðast um marga skóla síðasta ár og er nú komin til okkar. Sýningunni fylgir spurningalisti fyrir nemendur.

Kristinn Arnar Guðjónsson skrifar


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira