Tekur þátt í frönskukeppni
Franska sendiráðið og Félag frönskukennara á Íslandi standa að samkepninni «Allons en France» eða «Förum til Fakklands» fyrir menntaskólanema á aldrinum 16 til 20 ára sem stunda frönskunám. Þema keppninnar er íþróttir og franska. Samkeppnin verður haldin laugardaginn 19. mars í Borgarbókasafni við Tryggvagötu klukkan 14:30.
Einn nemandi frá Borgarholtsskóla tekur þátt að þessu sinni. Elsa Rún Árnadóttir nemandi í FRA513 flytur ljóð í keppninni. Við óskum henni góðs gengis.
Í fyrstu verðlaun er tíu daga reisa til Frakklands þar sem íslenski sigurvegarinn fær m.a. tækifæri til að hitta hina 130 vinningshafana, sem koma alls staðar að úr heiminum.