Tekur þátt í frönskukeppni

18/3/2011

  • Elsa Rún Árnadóttir

Franska sendiráðið og Félag frönskukennara á Íslandi standa að samkepninni «Allons en France» eða «Förum til Fakklands» fyrir menntaskólanema á aldrinum 16 til 20 ára sem stunda frönskunám. Þema keppninnar er íþróttir og franska. Samkeppnin verður haldin laugardaginn 19. mars í Borgarbókasafni við Tryggvagötu klukkan 14:30.

Einn nemandi frá Borgarholtsskóla tekur þátt að þessu sinni. Elsa Rún Árnadóttir nemandi í FRA513 flytur ljóð í keppninni. Við óskum henni góðs gengis.

Í fyrstu verðlaun er tíu daga reisa til Frakklands þar sem íslenski sigurvegarinn fær m.a. tækifæri til að hitta hina 130 vinningshafana, sem koma alls staðar að úr heiminum.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira