Teiknimynd um Europass ferilskrána

15/3/2011

  • Umbun fyrir teiknimynd um Europass ferilskrána

Nýlega afhenti Dóra Stefánsdóttir starfsmaður Europass, sem er hluti af Menntaáætlun Evrópusambandsins, nemendum á lokaári á lista- og fjölmiðlasviði Borgarholtsskóla tvær Canon 550D ljósmyndavélar sem umbun fyrir teiknimynd sem útskriftanemar 2010 gerðu. Teiknimyndin er til að kynna Europass ferilskrána. Hita og þunga af myndgerðinni báru Samúel Þór Smárason og Pétur Már Pétursson en margir aðrir komu að verkefninu sem var unnið undir stjórn Hákonar Oddssonar. Myndbandið má sjá á heimasíðu Europass http://europass.is/page/Ferilskra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira