Jafnréttisdagur 8. mars

3/3/2011

  • Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Þetta er í annað sinn sem slíkur dagur er haldinn í skólanum. Kennsla fellur ekki niður en kennarar geta pantað pláss fyrir nemendur sína á spennandi fyrirlestra. Einn verður fyrir hádegi og annar eftir hádegi. Fyrirlestrarnir verða kynjaskiptir.

Dagskrá dagsins:

8:20 – fyrirlestur í stofu 103 -105 Davíð Þór Jónsson f.v. Gettu betur dómari, útvarpsmaður og fyrrverandi uppistandari. Þessi fyrirlestur er eingöngu fyrir stráka.

13:30 – fyrirlestur í stofu 103-105 Þóra Arnórsdóttir frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV. Þessi fyrirlestur er eingöngu fyrir stelpur.

Ástæða þess að fyrirlestrarnir eru kynjaskiptir eru sú að við höfum beðið fyrirlesarana að höfða sérstaklega til hvors kyns, sem verður vonandi til þess að hægt er að fjalla á markvissari hátt um jafnréttismál.

Til viðbótar við þetta verður eitt og annað gert til að ,,krydda“ daginn og vekja nemendur, kennara og starfsfólk til vitundar um málefnið. Hanna, Inga Ósk og Hjálmar sjá um framkvæmdina.

Baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur 19. mars 1911 í fjórum löndum: Austurríki, Þýskalandi, Danmörku og Sviss. Árið 1921 var ákveðið að þennan dag bæri ávallt upp á 8. mars. Hér á landi var dagsins sennilega fyrst minnst árið 1932.

Áhugaverðir vefir um málefnið:
International Women's Day
Jafnréttisstofa
Kvennasögusafn Íslands


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira