Leiklistarferð til Akureyrar

1/3/2011

  • Í menningarhúsinu Hofi

Leiklistarkennararnir Guðný María og Guðlaug María fóru með fríðan flokk leiklistarnema til Akureyrar helgina 25.-27 febrúar. Meðal annars fór hópurinn á söngleikinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Nemendurnir fengu að hitta leikara verksins eftir sýninguna og smella af myndum með þeim. Þeir nemendur sem mættu í búningum voru í forgrunni með leikurunum. Hópurinn fékk leiðsögn um leikhúsið hjá Þráni Karlssyni leikara en hann fræddi nemendur um sögu hússins og leikfélagsins.

Í búningageymslu LA Nemendurnir hittu einnig ungt fólk úr leikfélagi Menntaskólans á Akureyri og fóru í spunaleiki með þeim. Hópurinn var auk þess viðstaddur beina útsendingu á útvarpsþættinum „Það eru gestir út um allt“ í menningarhúsinu Hofi. Ferðin var lærdómsrík og heppnaðist mjög vel.

Í búningageymslu LA
Hjá Leikfélagi AkureyrarÍ búningageymslu LA
Rocky Horror hópur


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira