Landskeppni í eðlisfræði

25/2/2011

  • Daníel Óli Ólafsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Karl Einarsson og Pétur Rafn Bryde

Forkeppni Landskeppninnar í eðlisfræði 2011 fór fram þriðjudaginn 22. febrúar.  Landskeppnin er fyrir nemendur á framhalsskólastigi og á hverju ári taka um 200 nemendur þátt í keppninni.  Að þessu sinni eru fjórir fulltrúar frá Borgarholtsskóla; Daníel Óli Ólafsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Karl Einarsson og Pétur Rafn Bryde.
Keppnin felst í því að svara spurningum sem tengjast því eðlisfræðinámsefni sem kennt er í framhaldsskólum (EÐL103-EÐL403). 

Megin tilgangur keppninnar er að velja nemendur til að skipa keppnislið Íslendinga á Ólymíuleikunum í eðlisfræði. Einnig er markmiðið að auka áhuga framhaldsskólanema á eðlisfræði og gefa þeim kost á að glíma við erfiðar og skemmtilegar eðlisfræðiþrautir.

Forkeppnir eru haldnar í hverjum framhaldsskóla fyrir sig og allir nemendur þreyta sama próf við svipaðar aðstæður.  Úr hópi hinna efstu í forkeppninni eru síðan valdir 14 nemendur til að keppa í úrslitakeppninni sem fer fram í Háskóla Íslands 19.-20. mars.  Af þeim 14 eru síðan 5 nemendur valdir í keppnislið Íslendinga á Ólymíuleikunum í eðlisfræði sem fram fara í Bangkok í Taílandi dagana 10-18. júlí.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira