Tómas jafnaði heimsmet
Tómas Heiðar Tómasson hefur jafnað heimsmetið í því að hitta körfubolta í körfuna frá miðju. Metið er 8 körfur á einni mínútu. Tómas er 19 ára og nemandi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla en hann hefur verið fastamaður í liði Fjölnis í Iceland Express-deildinni í vetur.