Heilsueflandi Borgarholtsskóli

16/3/2011

  • Heilsueflandi framhaldsskólar

Á þessari önn stígur Borgarholtsskóli sín fyrstu skref inn í verkefnið um Heilsueflandi framhaldsskóla sem Lýðheilsustöð hefur umsjón með. Skólinn mun tengja þetta verkefni innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla og almennri skólaþróun en hann hlaut styrk úr Forvarnarsjóði til að hrinda í framkvæmd stefnumótun á sviði lýðheilsu. Styrkurinn nýtist til að byggja upp heildstæða lýðheilsustefnu á meðal nemenda og starfsmanna.

Útgangspunktur verkefnisins verður aukin lífsgæði og bætt líðan nemenda og starfsmanna í BHS með áherslu á samspil andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar líðanar í nær- og fjærumhverfi skólans. Fyrsta árið fer í gagnaöflun og almenna stefnumótun. Þegar stefnan kemst í framkvæmd verða áhersluatriði hennar þessi:
Næring, skólaárið 2011 – 2012.
Hreyfing, skólaárið 2012 – 2013.
Geðrækt, skólaárið 2013 – 2014.
Lífsstíll, skólaárið 2014 – 2015.

Hægt verður að fylgjast með framgangi verkefnisins á heimasíðu skólans. Halla Karen Kristjánsdóttir (halla@bhs.is) íþróttakennari mun leiða verkefnið og Guðrún Ragnarsdóttir (gr@bhs.is) lýðheilsufræðingur er ábyrgðarmaður þess.

Stýrihópur

Meðfylgjandi mynd sýnir þá sem eru í stýrihópi verkefnisins en í honum sitja bæði nemendur og starfsmenn. Það eru (talin frá vinstri): Íris Björk Eysteinsdóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir, Gabríel Benedikt Bachmann, Alexandra Ósk Bergmann, Aron Tómas Haraldsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Bára Stefánsdóttir og Ingibergur Elíasson.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira