Notkun kvikmynda í þýskukennslu

9/2/2011

  • Christl Reissenberger

4.- 5. febrúar fór fram námskeið um notkun kvikmynda í þýskukennslu í samstarfi PASCH verkefnisins og Félags þýzkukennara. Tuttugu kennarar tóku þátt og voru afar ánægðir, enda námskeiðið mjög hagnýtt og sniðið að þörfum kennara.

Christl Reissenberger kynnti fjölda aðferða og verkefna sem hún hafði gert við nýlegar kvikmyndir, bæði í fullri lengd og eins stuttmyndir. Að lokum unnu þátttakendur saman ýmis verkefni við eina mynd. Námskeiðið var haldið í Borgarholtsskóla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira