Myndir frá glæsiballi, jeppaferð o.fl.

23/2/2011

  • Glæsiball 2011

Dagana 16.-17. febrúar voru svokallaðir skóhlífadagar í Borgarholtsskóla. Þá féll hefðbundin kennsla niður en nemendur sóttu námskeið, fyrirlestra og aðra atburði í staðinn. Skyldumæting var á skóhlífadaga og þurfti hver nemandi að skrá sig á þrjú námskeið.

Skóhlífadagar

Sem dæmi um atburði á skóhlífadögum má nefna skyndihjálp, ljósmyndun, kökubakkagerð, keilu, prjónanámskeið og hot yoga.

Félagsvist
EliteSkóhlifadagar 2011
Afreksíþróttanemendur í hot yoga

Jeppaferð

Einnig var boðið upp á hina sívinsælu jeppaferð. Það voru þeir Óli, Gísli, Ásgeir og Helgi bíladeildarkennarar sem sáu um viðburðinn. Farið var yfir Mosfellsheiði að Þingvöllum, þaðan inn í Kaldadal að Tjaldafelli austan við Skjaldbreið. Síðan með Skjaldbreið og Kálfstindum niður á Lyngdalsheiði. Þar var komið að ferðalokum og hélt hver til síns heima. Ferðin heppnaðist vel í alla staði en um 70 manns á 24 bílum tóku þátt. Hópurinn upplifði glæsilegt veður, festur, affelganir og smá bilanir. Það var ýtt, mokað, dregið og borðað nesti með bros á vör.

Jeppaferð
JeppaferðJeppaferð

Glæsiball

Fimmtudagskvöldið 17. febrúar stóð Nemendafélag Borgarholtsskóla fyrir glæsiballi í húsakynnum skólans. Þetta var í tíunda skipti sem slíkt ball var haldið í BHS. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi í glæsilega skreyttan skólann.

Glæsiball 2011

Kennarar báru fram þriggja rétta máltíð til nemenda en Dóri DNA var veislustjóri. Boðið var upp á skemmtiatriði og kvikmyndir bæði frá nemendum og kennurum. Meðal þeirra sem komu fram voru Sólmundur Hólm eftirherma og John Tómasson töframaður. Ballið var að sjálfsögðu vímulaust.

Glæsiball 2011Glæsiball 2011
Glæsiball 2011
Glæsiball 2011Glæsiball 2011


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira