Fjallagarpar í Borgarholtsskóla

3/2/2011

  • Fjallganga 2011

Hraustir nemendur í Borgarholtsskóla gengu á Úlfarsfell í síðustu viku í ágætis veðri þótt aðeins hafi snjóað. Gangan er hluti af fjallgönguáfanga í skólanum en farnar verða fjórar göngur í vetur. Alls tóku 25 nemendur þátt í fyrstu göngunni sem tókst frábærlega enda gríðarlega öflugir nemendur þarna á ferð.

Nokkrir mættu með hundana sína og allir nutu útiverunnar í góðum félagsskap. Þess má geta að 5 nemendur úr hópnum eru meðlimir björgunarsveita í Reykjavík og nágrenni og er því mikið öryggi fyrir hópinn að hafa þá með í för.

Næsta ganga verður þann 11. febrúar en þá verður gengið á fellin í Mosfellsdal ásamt því að skoða Bjarnarvatn.

Hægt er að smella á myndina til að sjá hópinn betur.

Íris Björk Eysteinsdóttir íþróttakennari skrifar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira