Starfsnám í Hollandi og Finnlandi

1/2/2011

  • ArtCult nemendur

Tveir nemendur af listnámsbraut eru á förum til Finnlands í starfsnám og munu dvelja í fjórar vikur. Um miðjan febrúar fara svo aðrir tveir til Hollands í sömu erindagjörðum. Auglýst var eftir umsóknum og þau sem voru valin að þessu sinni voru; Hólmfríður Frostadóttir og Steinunn Halla Geirsdóttir en þær fara til Landstede í Hollandi og svo Dagur Benedikt Reynisson og Bjarki Geirdal Guðfinsson sem fara til Nakkila í Statakunta héraði í Finnlandi. Starfsnámið er hluti af viðamiklu verkefni ArtECult III sem er samvinnuverkefni fjölda skóla um alla Evrópu og fá nemendur námsstyrk (mannaskipti) frá Leonardó menntaáætlun Evrópusambandsins sem dugar fyrir ferðum og uppihaldi.

Verið er að sækja um fleiri styrki fyrir næsta vetur og vonandi verða nemendaskipti fastur liður í námi á verknámsbrautum Borgarholtsskóla í framtíðinni. Einnig munu koma nemendur frá erlendu skólunum til dvalar hér og setur það alþjóðlegan blæ á skólahaldið og félagslíf nemenda.

Á ljósmyndinni eru styrkhafarnir Bjarki Geirdal Guðfinsson, Dagur Benedikt Reynisson, Hólmfríður Frostadóttir og Steinunn Halla Geisrdóttir


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira