Gettu betur
Borgarholtsskóli er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna eftir 17-20 tap gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þetta var jöfn og spennandi viðureign.
Fulltrúar okkar skóla, þeir Grétar Atli Davíðsson, Karl Kristjánsson og Valur Hreggviðsson, gerðu vel með því að komast í 8 liða úrslit í Sjónvarpi. Þangað lá leiðin eftir að hafa unnið Flensborg í 1. umferð með 21 stigi gegn 13. Og í 2. umferð vannst 22-13 sigur á Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Lið frá 30 skólum spreyttu sig í Gettu betur í þetta sinn. Keppnin er með útsláttarsniði og var keppt í tveimur umferðum á Rás 2. Sú keppni hófst 31. janúar og lauk 11. febrúar. Átta sigurlið úr útvarpskeppninni keppa síðan til úrslita í Sjónvarpinu. Fyrsti sjónvarpsþátturinn verður 19. febrúar og úrslitaþátturinn 2. apríl. Örn Úlfar Sævarsson er höfundur spurninga og dómari.