Gettu betur

15/3/2011

  • Valur Hreggviðsson, Grétar Atli Davíðsson og Karl Kristjánsson

Borgarholtsskóli er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna eftir 17-20 tap gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þetta var jöfn og spennandi viðureign. 

Fulltrúar okkar skóla, þeir Grétar Atli Davíðsson, Karl Kristjánsson og Valur Hreggviðsson, gerðu vel með því að komast í 8 liða úrslit í Sjónvarpi. Þangað lá leiðin eftir að hafa unnið Flensborg í 1. umferð með 21 stigi gegn 13. Og í 2. umferð vannst 22-13 sigur á Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Lið frá 30 skólum spreyttu sig í Gettu betur í þetta sinn. Keppnin er með útsláttarsniði og var keppt í tveimur umferðum á Rás 2. Sú keppni hófst 31. janúar og lauk 11. febrúar. Átta sigurlið úr útvarpskeppninni keppa síðan til úrslita í Sjónvarpinu. Fyrsti sjónvarpsþátturinn verður 19. febrúar og úrslitaþátturinn 2. apríl. Örn Úlfar Sævarsson er höfundur spurninga og dómari.

Gettu betur lógóHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira