Karatemaður ársins 2010
Karatesamband Íslands hefur útnefnt Kristján Helga Carrasco, Umf. Aftureldingu, karatemann ársins 2010. Kristján Helgi er nemandi á náttúrufræðibraut Borgarholtsskóla. Fyrir stuttu var hann einnig kjörinn íþróttamaður Mosfellsbæjar fyrir árið 2010. Í báðum tilvikum voru bæði veitt verðlaun í kvenna- og karlaflokki.
Kristján Helgi er landsliðsmaður í karate og keppir í báðum greinum karate, kata og kumite. Hann náði góðum árangri á árinu 2010 bæði innanlands og utan en Kristján Helgi hefur keppt bæði í unglinga- og fullorðinsflokkum. Helsti árangur Kristjáns á árinu er bikarmeistaratitill fullorðinna og bikarmeistaratitill unglinga, Íslandsmeistartitill í kata unglinga ásamt þrennum verðlaunum á erlendum mótum.
Hér má sjá Kristján æfa kata.
Myndin er fengin af vef Karatesambands Íslands. Á myndinni er einnig Aðalheiður Rósa Harðardóttir karatekona ársins.