Kennsla hefst

6/1/2011

  • Á bókasafni

Í dag fimmtudag hófst kennsla á vorönn. Alls eru 1375 nemendur innritaðir í skólann eða 1191 í dagskóla, 123 í dreifnám,  38 í síðdegisnám og 22 í kvöldskóla. Það er líklegt að þessar tölur breytist eitthvað þar sem enn er eitthvað um ógreidd skólagjöld.

Nemendur fengu stundaskrár sínar afhentar á þriðjudag en mikill erill hefur verið á skrifstofu, hjá áfangastjórum og kennslustjórum vegna töflubreytinga hjá nemendum. Allt starfsfólk skólans hefur staðið í ströngu við að undirbúa skólastarfið á önninni og aðstoða nemendur.

Myndin er tekin á bókasafni skólans en þangað leitar fjöldi nemenda á hverjum degi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira