Göngum saman á vorönn

4/1/2011

  • Fjallgönguhópur

Á þessari önn verður í boði gönguáfangi í íþróttum. Áfanginn gildir eina einingu og kemur í staðinn fyrir efri áfanga (ÍÞR 301, 401 o.s.frv.) eða sem viðbót.

ÍÞR 3G1 Ganga/fjallganga

Undanfari: ÍÞR 202

Gengið verður á fjögur fjöll:

•           Esja

•           Úlfarsfell

•           Fellin í Mosfellsdal

•           Þorbjörn og Bláa lónið

Nemendur mæta á einn undirbúningsfund þar sem farið verður yfir útbúnað og gönguplanið. Til að ná áfanganum þarf að mæta á  fundinn og í fjórar göngur á föstudögum kl. 13-18.

Undirbúningsfundur verður fimmtudaginn 13. janúar kl. 12:45 í stofu 110.
Skráning fer fram hjá íþróttakennurum í matsal 6. – 11. janúar.

Á meðfylgjandi mynd er fjallgönguhópur frá vorönn 2010.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira