Útskriftarhátíð

18/12/2010

  • Útskrift haust 2010

89 nemendur útskrifuðust í dag á þessu 15. starfsári Borgarholtsskóla en bæði er útskrifað í lok haust- og vorannar.

Venju samkvæmt tók Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, undir stjórn  Daða Þórs Einarssonar, á móti gestum í anddyri með ljúfum tónum.

Athöfnin hófst með ræðu Bryndísar Sigurjónsdóttur skólameistara sem stiklaði á stóru um það helsta í skólastarfi vetrarins. Innritaðir nemendur í dagskóla voru í haustbyrjun um 1206, í kvöld- og síðdegisnámi 82 og um 143 nemendur í dreifnámi. Dreifnámið er einkum á félagsliðabraut og listnámsbraut en það veitir ýmsum nýtt tækifæri til náms. Að öllu samanlögðu innritaðist 1431 nemandi í nám af einhverju tagi. Útskrift haust 2010

Um þriðjungur nemenda stundar nám í bíliðngreinum og málm- og véltækni; um þriðjungur leggur stund á bóknám til stúdentsprófs og þriðjungur er í starfsnámi á sviði verslunar og félagsþjónustu, á starfsbraut fyrir fatlaða nemendur og á almennri námsbraut. Einnig hafa grunnskólanemar tekið valgreinar hér, aðallega í málmiðngreinum en einnig í félags- og uppeldisgreinum. Skólinn hefur lagt sig fram við að mæta þörfum sem flestra nemenda en gaman var að aldursdreifingu útskriftarnema.Útskrift haust 2010
Nú á haustönn fóru starfsmenn skólans til Toronto í Kanada til að kynna sér skólastarf þar og njóta samveru hvers annars. Ferðin var einstaklega ánægjuleg og fróðleg.  Áhugaverðar breytingar hafa átt sér stað í skólakerfi Kanadabúa og munum við nýta okkur þeirra reynslu í þróunarstarfinu hér heima.
Útskrift haust 2010
Félagslíf nemenda hefur vaxið og dafnað og verið með líflegra móti á önninni. Nemendafélagið hefur staðið fyrir böllum og ýmsum skemmtilegum uppákomum. Þá má nefna að leiklistarnemar söfnuðu  fé og  fóru með kennurum sínum til London og könnuðu menningarlíf borgarinnar. Nemendur skólans tóku þátt í ræðukeppni framhaldsskólanna og undirbúningur fyrir spurningakeppni framhaldsskólanna stendur yfir.
Útskrift haust 2010

Eftir inngangsorð skólameistara tók Sönghópur Borgarholtsskóla, Vox populi, við og söng nokkur lög undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Þessu næst komu kennslustjórar hver af öðrum og afhentu nemendum skírteini um námslok.

Útskrift haust 2010

Fjölmargir nemendur fengur verðlaun fyrir góðan námsárangur en athygli vakti að sérstök verðlaun voru veitt tveimur nemendum  fyrir góða ástundun í íþróttum. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu afhenti öllum félagsliðum gjöf.

Útskrift haust 2010
Þegar nemendur höfðu sett upp útskriftarhúfur ávarpaði Bryndís skólameistari nemendahópinn. Hún hvatti nemendur til að vera bjartsýn þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu og vonaði að árin í Borgarholtsskóla hafi hafi verið grundvöllur til að byggja á hvort sem stefnan væri sett á frekara nám eða vinnumarkaðinn. Að lokum hvatti hún nemendur til að rækta sig sjálf og vonaði að draumar þeirra rættust.

Ingi Þór Hafbergsson

Ingi Þór Hafbergsson, stúdent af félagsfræðabraut, flutti ávarp útskriftarnema en hann var öflugur í að byggja upp félagsstarf nemenda í fyrra skiptið sem hann stundaði nám við skólann.

Á meðan nýútskrifaðir nemendur sátu fyrir á hópmynd í bílaskála var aðstandendum boðið að þiggja kaffisopa.Útskriftarhópur haust 2010

Skoða stærri útskriftarmyndHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira