Verkefni nemenda í handavinnu málmiðna

7/12/2010

  • Verkefni nemenda

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir til kynningar á smiðisgripum nemenda í handavinnu málmiðna (HVM203).

Þetta eru gripir sem þeir hafa smíðað nú á liðinni haustönn. Hver nemandi hefur smíðað eina borðfánastöng og einn meitil.Fánastöngin: Notuð er ákveðin eldsmíðatækni við að framkalla snúningsminstrið á fánastöngunum; svokallað „kaðalminstur“ og „tígul- eða demantminstur“. Efnið í stöngunum er sérstakt smíðamessing (MS 58) sem hægt er að forma við upphitun í ákveðið hitastig.

Fánastöng          HVM minstur á fánastöng
HVM minstur á fánastöng

Meitillinn: Hann er gerður úr sérstöku verkfærastáli (Ck 45). Fyrst er hann sleginn fram (fomaður) með því að hita hann upp í ákveðið hitastig í eldsmíðaofni. Loks er hann slípaður í form og síðan er egg hans hituð í ákveðið hersluhitastig og síðan snöggkæld í vatni.

Meitill

Þorbjörn Brynjólfsson kennari hafði umsjón með verkefnunum og tók myndir sem fylgja þessari frétt.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira