Gjöf frá Toyota

26/11/2010

  • Toyota gefur kennslutæki

Fimmtudaginn 18. nóvember komu stjórnendur Toyota bílaumboðsins færandi hendi og gáfu bíltæknibraut skólans kennslutæki að verðmæti 500.000 kr. Um er að ræða tæki af ýmsum toga t.d. fyrir kennslu varðandi vetnis- og raforkuframleiðslu. Gjöfin er vegleg og mun nýtast í kennslu er varðar nýorku.

Um er að ræða:

  • Líkan af CVT fyrir stiglausar sjálfskiptingar - búnaðurinn er notaður til að kynna fyrir nemendum virkni hraðabreytinga í sjálfvirkum gírkassa.
  • Afskorið strokklok sem sýnir ventil- og kambásbúnað - búnaðurinn er sýnir vel hvernig samsetning ventla er í strokkloki.
  • Módelbifreið sem kennslutæki fyrir vetnis-og rafframleiðslu (Fuel Cell) - nýtist vel til kennslu í nýorkuhugleiðingum skólans
  • Afskorin seigju-tengsli (tregðutengsli) - sýnir vel hvernig tenging getur átt sér stað í búnaðinum þar sem uppbygging hans er ekki aðgengileg.

Á myndinni eru (talin frá vinstri): Rúnar Hjartarson framkvæmdastjóri þjónustusviðs Toyota, Kristján M. Gunnarsson kennslustjóri, Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari og Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira