Jólavika hjá nemendum

25/11/2010

  • Jólavika

Þessa viku hefur nemendafélagið staðið fyrir skemmtilegum uppákomum í matsal nemenda í hádegishléinu. Á mánudag og miðvikudag var boðið upp á jólaþátt og vöfflur eða mandarínur en uppistandshópurinn Mið-Ísland skemmti nemendum á þriðjudag. Í dag var hægt að fá piparkökur og heitt kakó. En mesta lukku vakti jólasveinninn sem mætti óvænt á svæðið og dreifði góðgæti til nemenda.

JólasveinnHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira