Gjöf til bíltæknibrautar

18/11/2010

  • Greiningartæki

Bíltæknibraut Borgarholtsskóla hefur borist vegleg gjöf. Um er að ræða greiningartæki sem er notað til að finna og greina bilanir í vélbúnaði bifreiða af ýmsum toga. Gefandinn er Bílmennt ehf.
Bílmennt var stofnað árið 2000 en það er í eigu Bílgreinasambandsins og Bíliðnafélagsins. Bíliðnafélagið er nú hluti af Félagi iðn- og tæknigreina. Það er mikill fengur í slíkri gjöf fyrir bíltæknibrautina.

Vefur Bílgreinasambandsins.

Félagi iðn- og tæknigreina.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira