Dagur íslenskrar tungu
16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds, er dagur íslenskrar tungu en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Í tilefni dagsins söng skólakórinn nokkur lög í matsal nemenda við góðar undirtektir. Til þess var tekið hversu mikið hefur fjölgað í kórnum en nemendurnir eru allir Borghyltingar þó nokkir séu útskrifaðir.

Á myndunum sem fylgja þessari frétt má sjá félaga í kórnum. Ef vel er að gáð sést lítil dama sitja við fætur móður sinnar á meðan hún syngur.
Nánari upplýsingar um Dag íslenskrar tungu má finna á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis: http://www.menntamalaraduneyti.is/menningarmal/dit/
Hátíðardagskrá og afhending verðlauna Jónasar Hallgrímssonar fer að þessu sinn fram í Borgarnesi en einnig er haldið upp á daginn víðar um landið. Hér fyrir neðan má sjá útstillingu á bókasafni Borgarholtsskóla í tilefni dagsins.
Einnig má benda á Jónasarvef Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns: http://www.jonashallgrimsson.is