Fjölmennt þýskukennaranámskeið

8/11/2010

  • Helen Schmitz frá Goethe-Institut München

Laugardaginn 6. nóvember fór fram fjölmennasta námskeið PASCH verkefnisins til þessa. 18 þýskukennarar sátu námskeið hjá Helen Schmitz frá Goethe-Institut München um notkun Profile Deutsch (tölvudisks og bókar) sem byggir á evrópska tungumálarammanum. Um er að ræða heilmikinn gagnabanka, nokkurs konar verkfærakistu sem nýtist kennurum á mjög fjölbreyttan hátt, alveg frá A1 og upp í B2. Námskeiðið var haldið í Borgarholtsskóla og voru þátttakendurnir mjög ánægðir bæði leiðbeinandann og efnið.

Þýskukennarar á námskeiði

Á stærri myndinni er hluti þátttakenda í tölvustofu og á þeirri minni er Helen Schmitz.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira