Brimborg afhendir Volvo vél

4/11/2010

  • Volvó mótor

Brimborg hefur afhent Borgarholtsskóla Volvo D16E vél til varðveislu og notkunar við kennslu. Til að byrja með verður vélin notuð til slitmælinga en einnig til að þjálfa nemendur í ventlastillingum. Vélin er engin smásmíði, afar öflug og mikill reynslubolti. Vélin hefur nefnilega áður verið notuð hjá Volvo Trucks í Svíþjóð við álagsprófanir og rannsóknir.

Það er því ánægjulegt að hún hafi fengið framhaldslíf á Íslandi eftir að hafa verið notuð í þróun af sérfræðingum Volvo í Svíþjóð. Brimborg hefur áður lagt Borgarholtsskóla lið en á tíu ára afmæli skólans árið 2006 lánaði Brimborg bilanagreini og nýjan Volvo XC90 bíl til kynningar á tækniframförum í bifvélavirkjun.

Á myndinni tekur Hjálmar Baldursson, kennari vélasviðs Borgarholtsskóla, á móti vélinni frá Jóni Bjarna Snorrasyni þjónustustjóra Brimborgar.
Vefur Brimborgar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira