Hljómsveitin Feinkost í heimsókn
Í dag og á morgun stendur mikið til í þýskukennslu við skólann. Hér eru staddir tveir ungir tónlistarmenn frá Þýskalandi, sem kenna við tónlistarskóla í Hamburg, og eru með eigin hljómsveit með hinu skemmtilega nafni "Feinkost". Þeir verða með vinnustofu fyrir þýskunemendur. Tilgangurinn er að nemendur kynnist þýskri dægurlagatónlist, hvernig lag verður til og skapi sína eigin tónlist. Afraksturinn fer á geisladisk.