Eygló Eyjólfsdóttir fyrsti skólameistari Borgarholtsskóla er látin
Eygló Eyjólfsdóttir, fyrrverandi skólameistari Borgarholtsskóla, er látin 66 ára að aldri eftir erfið veikindi. Eygló tók við stöðu fyrsta skólameistara Borgarholtsskóla árið 1995 og gegndi þeirri stöðu í sex ár.
Fyrsta árið starfaði hún við Menntamálaráðuneytið við undirbúning og skipulagninu skólans og hafði mikil áhrif á mótun þessa nýja skóla. Við þökkum Eygló fyrir samfylgdina og vottum ættingjum hennar okkar dýpstu samúð.
Útförin fer fram föstudaginn 8. október.