Líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara

20/9/2010

  • Netla - veftímarit um uppeldi og menntun

Guðrún Ragnarsdóttir kennslustjóri bóknáms hefur birt grein í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun. Greinin heitir Velferð kennara er lykillinn að öflugum framhaldsskóla.  Rannsókn á starfsánægju og starfsumhverfi framhaldsskólakennara. Byggir greinin á fyrri rannsókn Guðrúnar sem kennarar við Borgarholtsskóla tóku þátt í.
gudrun_ragnarsdottir2 Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna starfsánægju, líðan og starfsumhverfi á meðal framhaldsskólakennara á Íslandi. Rannsóknin byggist á gögnum sem safnað var árið 2008 í tengslum við meistaraprófsverkefni Guðrúnar við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknin var megindleg og var gagna aflað með spurningalista um líðan, lífsstíl, starfsánægju, starfsumhverfi og vinnuaðstöðu sem lagður var fyrir framhaldsskólakennara.

Helstu niðurstöður voru að stærstum hluta þátttakenda leið vel og var ánægður í starfi. Tæpur fimmtungur þeirra taldi þó vinnuaðstöðuna ófullnægjandi og um fjórðungur sagðist finna fyrir stoðkerfisvandamálum við eða eftir kennslu.

Hægt er að lesa greinina í heild á vef Netlu: http://netla.khi.is/greinar/2010/008/index.htm. Ásrún Matthíasdóttir og Jón Friðrik Sigurðsson eru meðhöfundar Guðrúnar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira