Íslandsmeistarar og landsliðskonur

15/9/2010

  • Fótboltastelpur

Nýlega urðu fjórar stúlkur á afrekssviði Borgarholtsskóla Íslandsmeistarar í knattspyrnu. Það eru þær Þórdís María Aikman, Berglind Jónsdóttir, Þórhildur Svava Einarsdóttir og Katrín Gylfadóttir en þær leika knattspyrnu með 2. flokki kvenna hjá Val. Tvær þeirra, þær Þórdís og Katrín, leika einnig með meistaraflokki félagsins sem einnig landaði Íslandsmeistaratitli. Þessar tvær voru einnig valdar í U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu sem leikur um þessar mundir í Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins.

Harpa Kristín Björnsdóttir sem einnig stundar nám á sviðinu náði auk þess frábærum árangri með liði sínu Þrótti, en liðið tryggði sér á dögunum sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári með sigri í sínum riðli í 1. deild kvenna.

Frábærar íþróttakonur hér á ferð sem skólinn má svo sannarlega vera stoltur af.

Afrekskonur í knattspyrnu


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira