Borgarholtsskóli vann golfmót framhaldsskóla

13/9/2010

  • golfsveit

Sveit frá Borgarholtsskóla vann golfmót framhaldsskóla sem var haldið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag 10. september. Átta starfsmenn frá skólanum tóku þátt í mótinu: Aðalsteinn Ómarsson, Aron Haraldsson, Ása Þorkelsdóttir, Danelíus Sigurðsson, Guðmundur Þórhallsson, Hans Herbertsson, Magnús Magnússon og Matthías Nóason. Skor þriggja stigahæstu spilara hvers skóla réði í hvaða sæti skólar lentu. Aðalsteinn, Magnús og Aron skipuðu sveitina sem hreppti efsta sætið í mótinu. Iðnskólinn í Hafnarfirði varð í öðru sæti og Verkmenntaskólinn á Akureyri í því þriðja. Til hamingju með góðan árangur.

golfhopur
Á hópmyndina vantar Danelíus Sigurðsson og Matthías Nóason.
golfsveit1
Skor keppenda má sjá á vef Golfsambands Íslands.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira