Vel heppnað lífsleikniferðalag

13/9/2010

  • Lífsleikniferð haust 2010

Hið árlega ferðalag lífsleikninema í Borgarholtsskóla var farið á dögunum og heppnaðist það með eindæmum vel. Um það bil 200 nýnemar fóru í ferðina og var þeim skipt í þrjá hópa. Nemendur fengu að prófa gríðarháa aparólu í Hveragerði, ganga niður Almannagjá, skoða Maríuhella eða fara í leiki. Kennarar sáu svo um að grilla pylsur ofan í nemendur.

Lífsleikniferð haust 2010

Þarna var á ferð einstaklega líflegur hópur ungs fólks sem var margt var óhrætt við að baða sig í kaldri á og stökkva fram af fossi. Sumir kusu að hafa hægt um sig en allir höfðu gaman af góðri gönguferð, leikjum og samverustund. Markmiðið með ferðinni var að hrista nemendur saman og er óhætt að segja að það hafi tekist vel. Nemendur voru skólanum til sóma á allan hátt í ferðinni og kennarar voru virkilega ánægðir með framkomu þeirra og hressleika.

Lífsleikniferð haust 2010
Lífsleikniferð haust 2010Lífsleikniferð haust 2010
Lífsleikniferð haust 2010


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira