Busadagur
Árleg busavígsla var í skólanum í gær fimmtudag. Eldri nemendur klæddir upp sem trúðar tóku á móti nýnemum þegar þeir mættu í skólann. Busarnir voru merktir og þurftu að ganga ákveðna leið gegnum skólann, gera ýmsar æfingar og syngja.
Um klukkan 11:30 var hópnum safnað saman fyrir utan skólann og síðan gekk hersingin niður í Gufunesbæ.
Þar fóru nemendur í gegnum þrautabraut. Þessu næst var boðið upp á grillaðar pylsur og gos. Athöfninni var lokið um klukkan 14 en þá gátu nýnemarnir farið heim.
Busaballið var á Broadway á milli klukkan tíu og eitt eftir miðnætti. Það voru Gus Gus og DJ Jack Schidt sem héldu uppi dansstemningunni.
Kennsla hófst kl. 9:50 í dag föstudag samkvæmt stundaskrá.