Bíltæknibraut fær veglegan styrk

6/9/2010

  • Grænfáninn

Bíltæknibraut Borgarholtsskóla hefur fengið 1,8 milljóna styrk úr Sprotasjóði til að þróa nám í viðhaldi nýorkubifreiða. Ætlunin er að þróa námskeið sem veitir nemendum hæfni og færni til viðgerða á bifreiðum sem ganga fyrir umhverfisvænum orkugjöfum s.s. metani, vetni, raf- og tvíorku.

Borgarholtsskóli hefur um nokkurt skeið verið með kennslu um tvíorkubifreiðar til handa nemendum Borgarholtsskóla. Á komandi önn verður hafist handa við kennslu í uppbyggingu á rafbifreiðum og þeim búnaði sem er hvað mikilvægastur rafbílum framtíðarinnar.

VetnisbíllGera má ráð fyrir að með breyttu viðhorfi í anda sjálfbærrar þróunar muni áhugi almennings fyrir umhverfisvænum samgöngum aukast til muna. En til þess að sá áhugi nái fótfestu er nauðsynlegt að fólk geti fengið þá þjónustu sem það þarfnast fyrir bifreiðar sínar í framtíðinni og Borgarholtsskóli ætlar sér að stuðla að því.

Samstarfsaðili skólans í þessu verkefni er Íslensk nýorka ehf. Leiðarljós fyrirtækisins er að standa fyrir verkefnum til að prófa nýja vetnistækni og stuðla að notkun vetnis í íslensku samfélagi. Sjá nánar á: http://www.newenergy.is/newenergy/is/

Hlutverk Sprotasjóðs er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Sjá nánar á vef RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira