Atvinnumaður í knattspyrnu
Aron Jóhannsson, fyrrum nemandi á afrekssviði Borgarholtsskóla, hélt á dögunum á vit ævintýranna í atvinnumennskuna í knattspyrnu. Aron gerði samning við danska 1. deildarliðið AGF (í Aarhus) en hann er uppalinn í Fjölni. Hann er markahæsti leikmaður 1. deildarinnar hingað til í sumar með 12 mörk í 18 leikjum. Aron er gríðarlega efnilegur knattspyrnumaður og hafði AGF fylgst með honum um nokkurt skeið.
Myndin er frá mbl.is.